Til baka

Ég elska þig stormur

Ég elska þig stormur

Ragnar Hólm sýnir ný abstrakt olíumálverk.

Laugardaginn 26. október kl. 14 opnar Ragnar Hólm Ragnarsson málverkasýninguna „Ég elska þig stormur“ í Mjólkurbúðinni, sal Myndlistarfélagsins á Akureyri.

Að þessu sinni sýnir hann ný abstrakt expressjónísk olíumálverk en Ragnar hefur sýnt jöfnum höndum vatnslitamyndir og olíumálverk frá því hann hélt sína fyrstu sýningu í Populus tremula á Akureyri vorið 2010. Flestar sýningar hefur hann haldið á Akureyri en einnig í Reykjavík og á Dalvík. Þar fyrir utan hefur Ragnar Hólm sýnt vatnslitamyndir sínar með öðrum listamönnum á Spáni, Ítalíu, í Svíþjóð, Frakklandi, Finnlandi, Eistlandi, Úkraínu og nú síðast Kína.

Sýningin í Mjólkurbúðinni verður opin tvær næstu helgar frá kl. 14-17 laugardaga og sunnudaga.

Hvenær
26. október - 3. nóvember
Klukkan
14:00-17:00
Hvar
Mjólkurbúðin, Kaupvangsstræti, Akureyri