Til baka

„Ég heyri klukknaklið“ – Ítalíuferð Davíðs Stefánssonar

„Ég heyri klukknaklið“ – Ítalíuferð Davíðs Stefánssonar

Dagskrá Valgerðar H. Bjarnadóttur um Ítalíuferð Davíðs Stefánssonar

Ítalíuljóðin eru með þekktustu og vinsælustu ljóðum Davíðs Stefánssonar. Hver þekkir ekki Katarínu og hefur heyrt af Capri, Bláa hellinum og dansinum tarantellu? Ferð Davíðs til Ítalíu, veturinn 1920 - 1921, hafði mikil og varanleg áhrif á skáldið, og í Assísí, þar sem klukkurnar klingja, kynntist hann Heilögum Frans og heillaðist af kenningum hans.

Í janúar á þessu ári ákvað Valgerður H. Bjarnadóttir að heimsækja Assísí og kynnast þessum helga bæ, sem skáldið aldrei gleymdi. Í þessari dagskrá segir hún sögur af ferðum Davíðs um Ítalíu og ekki síst Assísi og les úr ljóðum hans og öðrum skrifum og sýnir myndir.

Valgerður ólst upp með ljóðum og öðrum verkum Davíðs, eins og þúsundir annarra Íslendinga. Hún gegndi hlutverki húsfreyju í Davíðshúsi í nokkur sumur og sökkti sér þá á ný inn í þennan heim ástar, sögu, trúar, ævintýra og þjáningar, sem fáir hafa náð að mála eins sterkum litum og Davíð. Valgerður er félagsráðgjafi með MA í trúarheimspeki og menningarsögu.

Dagskráin er hluti af viðburðaröð AkureyrarAkademíunnar á þessu ári fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna og aðra bæjarbúa. Menningar- og viðurkenningasjóður KEA styrkir viðburðinn.

Öll hjartanlega velkomin!

Hvenær
föstudagur, september 20
Klukkan
13:30-15:00
Hvar
Austurbyggð 17, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir