Til baka

Eilífur vangadans við sjálfan mig

Eilífur vangadans við sjálfan mig

Logi Gautason opnar sýningu í Kaktus.
Opnun sýningarinnar er föstudaginn 29. nóvember kl 20:00 - 22:00.
Einnig er sýningin opin laugardag og sunnudag kl 14:00 - 17:00.
 
 
Eilífur vangadans við sjálfan mig er sýning eftir Loga Gautason. Sýningin saman stendur af máluðum myndum á striga.
-
Eilífur vangadans við sjálfan mig fjallar um ást, einmanaleika og köttinn Björgvin.
No vorrís samt.
“Ljóð mín djúp og merkileg en kannski orðuð heimskulega
Mestu hugsuðir í heimi bæði pissí sig og slefa
Ég er í flækju
Ég er rottukóngur
Beyglaður og þvalur en samt fokking góður
Hér kemur svo kvíðakast
Ég fer út í daginn eins og hnífaslag
Stundum er ég ógeðslega lítill kall
en Stundum er mér gjörsamlega skítsama”
~ Arnar Úlfur & Kef Lavík, um hlutina sem ég er búinn að gera
-
Logi Gautason (f. 2005) útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri vorið 2024. Logi byrjaði að fást við myndlist fyrir sléttu ári síðan, en hefur á þessum stutta tíma verið afar afkastasamur og verk hans jafnframt tekið miklum breytingum. Hann hefur þegar haldið eina einkasýningu á Leynibarnum á Hjalteyri í mars á þessu ári. Logi hefur verið duglegur að deila verkum sínum og hugmyndum á samfélagsmiðlum og þannig vakið talsverðan áhuga. Myndirnar sem Logi sýnir nú eru allar nýjar, málaðar nú á haustmánuðum.
Hvenær
laugardagur, nóvember 30
Klukkan
14:00-17:00
Hvar
Kaktus, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir