Til baka

Ein með öllu

Ein með öllu

Hátíðin býður upp á fjölda viðburða og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hátíðin býður upp á fjölda viðburða og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem er í boði er tívolí, barnaskemmtun, Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju, markaðsstemning í miðbænum, fjáröflunarviðburðurinn „Mömmur og möffins“ og „Sparitónleikar“ á lokakvöldinu sem eru stærstu tónleikar hátíðarinnar. Þar koma fram þekktir söngvarar, hljómsveitir og upprennandi stjörnur. Hátíðinni lýkur svo með glæsilegri flugeldasýningu.

Samhliða Einni með öllu eru Íslensku Sumarleikarnir haldnir þar sem m.a. fer fram Kirkjutröppuhlaupið við Akureyrarkirkju, strandhandboltamót í Kjarnaskógi, hópkeyrsla mótorhjólaklúbbsins Tíunnar og þríþrautarkeppni á Hrafnagili.

Allar upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar og margt fleira má finna á heimasíðunni www.einmedollu.is

Hægt er að senda fyrirspurnir um hátíðina á netfangið david@vidburdastofa.is.

Hvenær
28. - 31. júlí
Hvar
Akureyri