Til baka

Elliði í Hjaltadal, Skagafirði

Elliði í Hjaltadal, Skagafirði

Ferðafélag Akureyrar

Elliði í Hjaltadal, Skagafirði

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Una Þórey Sigurðardóttir
Ekið aðeins fram í Víðinesdal eftir nýlegum bílfærum slóða og þaðan gengið eftir smalaslóða upp á Almenningsháls. Þaðan er svo gengið út Elliða (894 m) og niður að afréttarhliði þar sem bíll hefur verið skilinn eftir. Mikið útsýni miðað við hæð, kannski ekki fyrir mjög lofthrædda en hægt er að ganga vestan í fjallinu þar sem það er mjóst. Hækkunin er aflíðandi, hvergi mjög bratt þar sem gengið er.
Vegalengd: 15-16 km. Gönguhækkun: 700-800 m.
Verð: 3.500/5.000. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Hvenær
laugardagur, júní 29
Klukkan
08:00-18:00
Hvar
Strandgata 23, Akureyri
Verð
3.500/5.000