Til baka

Endurvinnslutröllið

Endurvinnslutröllið

Stærðarinnar tröll hefur komið sér fyrir á Glerártogi.

Endurvinnslutröllið er samstarfsverkefni listakonunar Jonnu og fjögurra leikskóla á Akureyri í tilefni Barnamenningarhátíðar . Leikskólarnir eru: Krógaból, Iðavöllur, Naustatjörn og Pálmholt.

Opnun sýningarinnar verður 1. október milli kl. 13-14 á Glerártorgi. Komdu og segðu hæ við þetta stóra tröll.

Tröllið er saumað úr endurvinnslutextil og fyllt upp með plasti sem börnin hafa safnað á heimilum sínum og leikskólum. Veggspjöld sem sýna vinnuferli tröllsins í myndum eru á veggjunum. Vegna frestunar á verkefninu eru börnin sem unnu verkefnið nú komin í Grunnskóla bæjarins.


Takmarka þarf fjölda foreldra og forráðamanna á hverjum viðburði við 20 og virða tveggja metra regluna. Fólk er beðið að virða núgildandi sóttvarnarreglur yfirvalda í hvívetna. Sjá nánar á www.covid.is


Viðburður á Facebook HÉR


Viðburðurinn er haldin í tengslum við Barnamenningarhátíð á Akureyri sem fer fram í október og nýtur stuðnings Akureyrarbæjar og Uppbyggingarsjóðs SSNE.

Hvenær
28. - 31. október
Klukkan
10:00-19:00
Hvar
Glerártorg, Glerárgata, Akureyri
Nánari upplýsingar

Enginn aðgangseyrir.