Til baka

Enginn Smá-pönnukökudagur á Smámunasafninu

Enginn Smá-pönnukökudagur á Smámunasafninu

Heimsókn á safnið hefur aldrei verið jafn gómsæt

Það er fátt betra en pönnukökur, nema þá meiri pönnukökur! Kvenfélagið Iðunn bakar pönnsurnar sem verða bæði með og án rjóma. Fyrstir koma fyrstir fá.

Fyrir þá sem hafa þróað með sér ofnæmi fyrir pönnukökum, ef það er þá hægt, er hægt að fá vöfflur, sem eru líka alveg ágætar sem slíkar. En... tölum um pönnukökur...

Svo er Smámunasafnið heimur útaf fyrir sig, hvorki Minjasafn né Listasafn, með fullri viðrðingu fyrir slíkum söfnum. Smámunasafnið er meira eins og pönnukaka, ... Nei ég meinti Smámunasafnið er þarna einhvers staðar á milli.

Ef þú ert ekki búinn lesandi góður að átta þig á að það er pönnukökudagur á Smámunasafninu í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 12. júlí milli 13 og 17 þá mun heimsóknin á Smámunasafnið koma þér á óvart. Það gerir reyndar heimsókn á Smámunasafnið mjög oft.

Já svo er Saurbæjarkirkja dásamleg, þó þar verði ekki seldar pönnukökur og risa kýrin Edda ekki síðri enda aðeins nær pönnukökunum á Smámunasafninu.

En svo það sé sagt þá verður pönnukökudagur á Smámunasafninu laugardaginn 12. júlí milli 13 og 17. Vasaklútar seldir sér fyrir þá sem missa af pönnukökunum.

Miðinn á safnið er eiginlega fáránlega ódýr 2600 kr, mjög fullorðnir greiða 2000 kr og alls ekki fullorðnir greiða ekkert. Miðinn gildir gildir á 6 önnur söfn og þú mátt koma eins oft og þú villt út árið. Við lofum því þó ekki að það verði alltaf til pönnukökur en kaffið fylgir alltaf miðanum.

Verið hjartanlega velkomin – safnstjórinn.

Ps. Allar athugasemdir við innihald textans verða ræddar yfir gómsætri pönnuköku á laugardaginn.

Hvenær
laugardagur, júlí 12
Klukkan
13:00-17:00
Hvar
Smámunasafn Sverris Hermannssonar / The Sundry Museum, Akureyri
Verð
Flókið