Til baka

Er ég sá þig

Er ég sá þig

Performatískir tónleikar sem setja upp hráan veruleika í draumkenndri veröld. Einlægar en ljóðrænar einræður brúa bil á milli laga sem fjalla um allt hið góða, grimma og ómerkilega við ástina. Er ég að falla fyrir þér eða falla fyrir þig?

Þarf alltaf að vera ást? Af hverju eru öll lög í útvarpinu um ástina? Og allar kvikmyndir líka? Af hverju hættir amma mín ekki að spyrja mig út í stöðu mína í stefnumótamálum? Ástin getur að vísu verið stórkostleg og stórbrotin...örugglega...þannig kannski felst eitthvað meira í henni heldur en að pósta andstyggilegu 3 mínútna myndbandi af þér í sleik við maka þinn á samfélagsmiðla.

Í þessum söngeinleik reynir Egill Andrason (Spagló) finna frið frá sífelldu blaðri um ástina með því að blaðra aðeins meira um hana. Því sýn hans á þetta merkilega fyrirbæri er afar skökk. Egill reynir að rannsaka hvað sé eiginlega að. Er eitthvað að honum? Að heiminum? Að ástinni? 

Hver veit nema hann finni svarið.

*Viðburðuirnn átti upprunalega að vera í Listasafninu en hefur verið færður í Kringlumýri 33.

Athugið að einungis 30 komast að.


Viðburðurinn er styrktur af Listasumri

Hvenær
laugardagur, júlí 16
Klukkan
20:00-21:30
Hvar
Kringlumýri 33, Akureyri
Verð
2.000 kr. - Enginn posi