Til baka

Eyfirski safnadagurinn

Eyfirski safnadagurinn

Viðburðurinn hóf göngu sína árið 2007 og hefur verið haldinn árlega síðan. Sumardaginn fyrsta opna um 18 söfn og sýningar við Eyjafjörð dyr sínar fyrir gestum og gangandi undir heitinu Eyfirski safnadagurinn. Markmiðið er að vekja athygli á fjölda fróðlegra og forvitnilegra safna sem eru við Eyjafjörð. Enginn aðgangseyrir er að söfnunum á Eyfirska safnadeginum.

Árið 2020 verður Eyfirski safnadagurinn haldinn þann 23. apríl. 

Söfn, setur og sýningar á Eyjafjarðarsvæðinu verða með opið frá kl. 13:00 - 17:00 og ókeypis aðgang í tilefni dagsins. 

Hvenær
fimmtudagur, apríl 23
Klukkan
Nánari upplýsingar

Söfn og sýningar við Eyjafjörð á Facebook