Til baka

Eyþór Ingi og Babies heiðra Þursaflokkinn

Eyþór Ingi og Babies heiðra Þursaflokkinn

Eyþór Ingi og Babies flytja öll bestu lög Þursaflokksins.

Upplýsingar

 

Í tilefni 40 ára afmælis síðustu plötu Þursaflokksins “Gæti eins verið” ætla Eyþór Ingi & Babies flokkurinn að halda tónleika föstudaginn 23.júní á Græna hattinum og flytja öll bestu lög Þursaflokksins.

Hinn íslenski Þursaflokkur kom fyrst saman í febrúar 1978 og starfaði
óslitið til 1982. Á þeim árum gáfu þeir út 3 breiðskífur, Hinn íslenzki
Þursaflokkur (1978), Þursabit (1979), Gæti eins verið (1982) og eina
tónleikaplötu, Á hljómleikum (1980). Árið 2008 gáfu þeir svo út plötu
með lögum sem ekki höfðu heyrst áður, Ókomin forneskjan, sem og
tónleikaplötu, Í höllinni á þorra.

Hvenær
föstudagur, júní 23
Klukkan
21:00-23:30
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Verð
5500