Til baka

Fab Lab Límmiðasmiðja

Fab Lab Límmiðasmiðja

Hannaðu þinn eigin límmiða og skerðu út í vínylskurðarvélinni.

Í límmiðasmiðju Fab lab verður farið yfir það að nota Inkscape til þess að hanna límmiða og skera út í vínylskurðarvél.
Vínylskurðarvélin sker út teikningar í einlita vínylfilmur og hægt er að búa til sérhannaða límmiða og bolamerkingar.
Einnig er hægt að skera út í fatafilmu sem er hitapressuð við fatnað.

Í Fab Lab eru þrívíddarprentara, laserskurðvélar og fleiri framleiðsluvélar sem verða til sýnis meðan smiðjan er í gangi og er þetta einstakt tækifæri til að sjá hvað Fab Lab  smiðjan hefur upp á að bjóða.

Enginn aðgangseyri eða efniskostnaður.

Gengið er inn að norðann í Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Tvær smiðjur verða haldar í tilefni Barnamenningarhátíðar:
Mánudaginn 19. apríl - kl. 13-16
Mánudaginn 26. apríl - kl. 13-16


Verkefnið nýtur stuðnings Akureyrarbæjar og er hluti af Barnamenningarhátíð.

Hvenær
mánudagur, apríl 26
Klukkan
13:00-16:00
Hvar
Verkmenntaskólinn á Akureyri, Hringteigur, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald
Nánari upplýsingar