Til baka

Face 2 Face

Face 2 Face

"Face 2 Face" eru listaverk sem sýna aðallega andlit og fígúrur.

Myndlistasýning Mörtu Florczyk sem einnig er þekkt sem BajkaArt.

"Face 2 Face" eru listaverk sem sýna aðallega andlit og fígúrur. Höfundurinn var innblásinn af þörfinni að sýna samþykki annarrar manneskju og að leita dýpra. Að horfa beint í andlitið er mikilvægt. Að hafa hugrekki til að horfa framan í fólk verður þú fyrst að elska sjálfan þig.

Augliti til auglitis því allir eru í þessum heimi aðeins í augnablik, aðeins í eitt líf. Svo horfðu beint í augun á fólki og þú munt skilja hversu mikið þú ert þarna.

Marta Florczyk sækir innblástur meðal annars í "hvít málverk" eftir Robert Ryman, bandarískan málara, sem kenndur er við stefnur einlita málverksins og naumhyggjunnar. Rétt eins og verk þýska málarans Christian Hetzl, þar sem yndisleg abstrakt tónverk gefur málverkinu einstök áhrif og skynjun í gegnum prisma franskra málverka 20. Aldar. Listakonan sækir í áhrif frá forverum kúbismans, Georges Braque, Juan Gris, Jean Matzinger, Pablo Picasso og impressjónistans Claude Monet. Einnig má gæta áhrifa Guðmundar Guðmundsonar - Erró, sem skapar popplist í nútímanum, eða bandarískra málverka eftir Juniper Brigss og aðra samtímamálara. Tónlist gegnir mikilvægu hlutverki í sköpunarferlinu og er innblástur í gerð þeirra.

Marta Florczyk

Hvenær
29. - 30. janúar
Klukkan
14:00-17:00
Hvar
RÖSK RÝMI, Kaupvangsstræti, Akureyri