Til baka

Færeyskir tónleikar á Listasafninu

Færeyskir tónleikar á Listasafninu

Föstudaginn 30. september kl. 17.30 heldur færeyska tónlistarkonan Jenný Kragesteen, sem einnig gengur undir listamannanafninu Frum, útgáfutónleika í Listasafninu. Enginn aðgangseyrir.

Frum er færeysk listakona sem er um þessar mundir búsett á Akureyri. Fyrr í mánuðinum gaf hún út sína fyrstu plötu, For The Blue Sky.

Frum er verkefni sem fyrst og fremst snýst um tónlist, kvikmyndagerð og líkamstjáningu. For The Blue Sky segir sögu ungrar konu sem er að finna sig í veröldinni, þar sem möguleikarnir eru endalausir og sjálfs-efinn er raunverulegur.

Hvenær
föstudagur, september 30
Klukkan
17:30-18:00
Hvar
Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir