Til baka

Fagur er í Fjörðum. Laufáskórinn heimsækir Laufás.

Fagur er í Fjörðum. Laufáskórinn heimsækir Laufás.

Laufáskórinn úr Reykjavík flytur lög um íslenska náttúru.

Við bjóðum hinn sunnlenska Laufáskór sérstaklega velkominn í Laufás þar sem boðið verður upp á ókeypis tónleika í Laufáskirkju.

Yfirskrift tónleikanna er Fagurt er í Fjörðum og flytur kórinn lög um íslenska náttúru. Stjórnandi kórsins er Agnes Jórunn Andrésdóttir.

Tengingin við Laufás í Eyjafirði er allnokkur.

Laufáskórinn var stofnaður fyrir tveimur árum í húsi við götuna Laufásveg í Reykjavík. Gatan heitir hins vegar svo eftir húsi nr. 48 sem stendur við götuna og heitir, Laufás. Húsið, eða býlið, var byggt af hjónunum Þórhalli Bjarnarsyni, þáverandi biskup Íslands og Valgerði Jónsdóttur sem nefndu það eftir sínu gamla heimili, Laufási við Eyjafjörð, þar sem Þórhallur var prestur um áraraðir.

Hvar: Laufáskirkja við Eyjafjörð
Bílastæði við Gestastofuna í Laufási

Ókeypis aðgangur

Hvenær
laugardagur, júní 15
Klukkan
16:00-17:00
Hvar
Laufás Museum and heritage site, Grýtubakkahreppur
Verð
Ókeypis