Fánasmiðja
Föndrum og perlum fána
Alþjóðlegi dagur móðurmálsins er þann 21. febrúar.
Laugardaginn 15. febrúar frá 13-15 ætlum við að koma saman og föndra og perla fána.
Fánarnir verða síðan hengdir upp í anddyri bókasafnsins og verða hluti af sýningu í tilefni af Alþjóðlega degi móðurmálsins sem verður í anddyrinu frá 17-22. febrúar.
„Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.“