Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar og krakkar úr elstu deildum leikskólanna Tröllaborgar og Krógabóls flagga Akureyrarvökufánanum og syngja afmælissönginn. Ívar Helgason spilar og syngur nokkur skemmtileg lög með börnunum í tilefni dagsins.
Skemmtileg stund með leikskólabörnum í tilefni Akureyrarvöku.
Viðburðurinn er hluti af Akureyrarvöku 2025.