Til baka

Fiske hátíðin 2024

Fiske hátíðin 2024

Haldið er árlega upp á afmæli Daniel Willard Fiske m.a. með hátíðardagskrá og veglegu kökuhlaðborði.

Á afmæli Daniel Willard Fiske þann 11. nóvember ár hvert, er haldið upp á daginn með hátíðardagskrá og veglegu kökuhlaðborði.

Fiske var ríkur amerískur fræðimaður og skákáhugamaður. Hann sigldi fram hjá Grímsey og heillaðist af lífsbaráttu eyjabúa og áhuga þeirra á skák. Hann ákvað því að gefa hverju heimili í Grímsey skáksett auk þess sem hann gaf samfélaginu talsverða peningaupphæð til að styðja þá til framtíðaruppbyggingar í eyjunni, einnig veglegt bókasafn, bókaskápa og muni sem finna má m.a. sýningu á í flugstöðinni í Grímsey.

Hvenær
mánudagur, nóvember 11
Hvar
Grímsey, Félagsheimilið Múli