Útgerðarfélag Akureyringa var stofnað 26. maí 1945 og varð frá upphafi mikilvægur hluti atvinnu- og bæjarlífsins. Fjölmargir fengu sitt fyrsta sumarstarf eða unnu til lengri eða skemmri tíma hjá ÚA, jafnvel alla starfsævina. Á sýningunni er saga ÚA sögð með ljósmyndum, kvikmyndum og munum.
Sýningin er ekki endipunktur heldur markar upphaf að söfnun á sögum og minningum þeirra sem störfuðu hjá ÚA.
Verið hjartanlega velkomin á sýningaropnun á Iðnaðarsafninu á Akureyri á sjómannadaginn 1. júní kl. 13.
Ávarp Ásthildar Sturludóttur, bæjarstjóra Akureyrar.
Léttar veitingar – ókeypis aðgangur.
Verið hjartanlega velkomin.