Til baka

Fjögurra tinda ferð í Eyjafirði - Laufásstrandarfjöllin

Fjögurra tinda ferð í Eyjafirði - Laufásstrandarfjöllin

Ferðafélag Akureyrar

Fjögurra tinda ferð í Eyjafirði - Laufásstrandarfjöllin

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Hulda Jónsdóttir
Gangan hefst við malarnámuna við þjóðveginn milli Ystuvíkur og Fagrabæjar. Gengið er upp á Ystuvíkurfjall sunnan við Hranárskarð, að hluta til eftir fjárgötum meðfram brúninni suður að vörðu á fjallinu. Síðan er gengið norður á Kræðufell, þaðan niður í Fagrabæjargil og upp á Dýrðarnípu. Haldið er norður yfir Dýrðarbungu og á Laufáshnjúk. Síðustu 300 metrarnir eru svolítið brölt. Að lokum er farið niður af Laufáshnjúk þar sem bílar munu bíða en byrja þarf á að ferja bíla þangað. Útsýnið af fjöllunum er mikið og geysifagurt bæði til suðurs og norðurs. Aðeins hluti leiðarinnar er stikaður.
Vegalengd alls 11-12 km. Gönguhækkun um 1000 m.
Verð: 5.000/6.500. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Hvenær
laugardagur, júní 15
Klukkan
08:00-18:00
Hvar
Strandgata 23, Akureyri
Verð
5.000/6.500