Til baka

Fjölskyldu uppskeruhátíð og sögustund

Fjölskyldu uppskeruhátíð og sögustund

Tökum upp grænmeti og jurtir. Sögustund.
Kíkið út og grípið ykkur eitthvað girnilegt úr samfélagsgarðinum!
Fimmtudaginn 28. ágúst, milli kl. 16:00-18:00, verður bókavörður með extra græna fingur til aðstoðar við uppskeru í samfélagsgarðinum okkar. Við mælum með því að þið komið með eigin ílát eða poka undir matjurtirnar.
 
Kl. 16:30 mun Eydís barnabókavörður lesa sögu úti í garðinum.
 
Við minnum á að garðurinn er öllu fólki opinn, þið megið sækja eitthvað grænt þegar ykkur hentar!
 
Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.
Hvenær
fimmtudagur, ágúst 28
Klukkan
16:00-18:00
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri