Til baka

Fjölskyldudagar Venture North

Fjölskyldudagar Venture North

Í samstarfi við Akureyrarbæ er Venture North hrikalega stolt að geta boðið upp á vikulegar fjölskylduuppákomur til þess að svara gríðarlegri eftirspurn fjölskyldufólks á svæðinu. Það verður þrumustuð á þriðjudagskvöldum milli kl 18:30 - 19:30 og er áhugasömum boðið að koma og leika með okkur á SUP brettunum endurgjaldslaust - í boði Akureyrarbæjar og Venture North.
Þetta verða engar hefðbundnar SUP ferðir, heldur tækifæri til þess að koma og busla saman í sjónum og fara í alls kyns leiki á SUP brettum á Pollinum. Nauðsynlegt er að skrá sig í PM!

SUP leikirnir henta krökkum frá 8 ára aldri og er ætlast til þess að börn komi í fylgd með fullorðnum - og miðast leikirnir við það að börn og fullorðnir vinni saman.
Hvert skipti tekur um klukkustund í heildina og er gjaldfrjálst og verður leikið á 12-13 brettum og fara leikir hverju sinni eftir fjölda þátttakenda sem geta verið allt að 30 í hvert sinn. - Skráningar fara fram hér á Facebook í PM.

Sigríður Ýr eigandi Venture North sér um leikina en hún er Tómstunda og félagsmálafræðingur ásamt því að vera SUP kennari, SUP Jógakennari, Krakkajógakennari, Sjúkraflutningakona og alls konar fleira - Þið verðið því hvergi í öruggari höndum en hjá Siggu hjá Venture North.

Ath: Hægt er að leigja þurrbúning fyrir 1000 krónur á mann fyrir skiptið - og þarf að taka fram við skráningu ef leigja á galla og þá stærð/ir. - Takmarkað framboð.
Velkomið er að koma í egin fatnaði sem má blotna eða í egin blautbúningi/þurrgalla. - Einnig er velkomið fyrir þá sem eiga SUP bretti að koma með brettin sín og vera með í þessum leikjum endurgjaldslaust.

Hvenær
þriðjudagur, júní 30
Klukkan
18:30-19:30
Hvar
Siglingaklubburinn Nokkvi, Drottningarbraut