Til baka

Fjölskyldufjör í Hofi

Fjölskyldufjör í Hofi

Kl. 13.00-16.00 - Það verður ýmislegt í boði fyrir fjölskylduna í Menningarhúsinu Hofi á Akureyrarvöku.

Fyrir utan Hof bjóða skátanir upp á kassaklifurkeppni! Komdu og taktu þátt! Kassaklifrið verður í boði frá kl. 13-16.

Húlladúlla mun kenna einföld sirkustrix í Hofi. Hefur þig ekki alltaf dreymt um að vinna í sirkus? Nú er tækifærið til að sýna hvað í þér býr! Húlladúlla verður á staðnum frá kl. 13-16.

Klukkan 13.30-14:30 verður Danspartí í Hömrum! Leikir, dans og tónlist fyrir alla fjölskylduna. Tónlist og ljós fara í gang klukkan 13 og við hvetjum alla krakka, foreldra og fjölskyldur að koma þá og hrista á sér rassinn. Dagskráin hefst svo klukkan 13:30 með ýmsum danssporum og leikjum þar sem Kata, dansarar og DJ Ívar ætla að halda uppi stuðinu! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna, komdu og vertu með í þessari gleðisprengju!

Enginn annar en Felix Bergson, úr Gunna og Felix, syngur fyrir börnin í Hömrum milli kl. 15-15:30. Leikarinn og söngvarinn Felix mun syngja vinsæl lög og rabba við börnin um lífið og tilveruna.

Verið öll hjartanlega velkomin meðan húsrúm leyfir.


Viðburðurirnn er styrktur af Norðurorku og Akureyrarvöku.

Hvenær
laugardagur, ágúst 27
Klukkan
13:00-16:00
Hvar
Menningarhúsið Hof, Strandgata, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir