Til baka

Fjölskylduleiðsögn í Listasafninu

Fjölskylduleiðsögn í Listasafninu

Sunnudaginn 23. nóvember kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar, segja börnum og fullorðnum frá verkum Óla G. Jóhannssonar, á sýningunni Lífsins gangur. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýningarinnar.

Aðgangur er ókeypis í boði Norðurorku sem styrkir sérstaklega safnkennslu og fræðslu fyrir börn og fullorðna í Listasafninu.

Verk Óla G. Jóhannssonar (1945–2011) endurspegla djúpa tengingu við náttúruna og margbreytileika lífsins. Hann er þekktur fyrir greinilegan abstrakt expressjónískan stíl, þar sem kraftar náttúrunnar – sólin, vindurinn og hafið – flæða í gegnum verkin.

Leið Óla að listinni tók óvænta stefnu þegar hann lenti í alvarlegu sjóslysi sem sjómaður um miðjan tíunda áratuginn. Þetta óvænta atvik varð vendipunktur og leiddi til þess að hann helgaði líf sitt alfarið málverkinu.

Verk Óla, mótuð af áhrifum COBRA-hreyfingarinnar, umbreyta hverfulum augnablikum og minningum listamannsins í varanleg form, sem draga fram fegurð þeirra og dýpt. Þau voru eins konar móttökutæki fyrir það markverðasta sem á daga hans dreif – náttúru, tilfinningar og strjál augnablik – sem um leið vekja til umhugsunar um jarðlífið.

Hvenær
sunnudagur, nóvember 23
Klukkan
11:00-12:00
Verð
Enginn aðgangseyrir