Til baka

Flamenco námskeið

Flamenco námskeið

Flamenco námskeið þar sem þátttakenndur geta lært hljóðfæraleik eða dans.

Tveggja daga Flamenco námskeið þar sem þátttakenndur geta lært hljóðfæraleik eða dans.

Í upphafi námskeiðs fyrir hádegi föstudaginn 23. júlí koma allir þátttakenndur saman á kynningu þar sem farið verður í það hvernig Flamenco er uppbyggt. Í kjölfarið verður hópnum skipt upp í dansara og hljóðfæraleikara og allir fá kennslu við sitt hæfi síðar um daginn. Daginn eftir, laugardaginn 24. júlí verður svo farið dýpra í sporin og hljóðfærlaleikinn.

Kennari er Reynir Hauksson en hann hefur búið um árabil í Granada, Spáni þar sem hann starfar sem Flamenco listamaður.

Námskeiðið er fyrir 16 ára og eldri.

 


Viðburðurinn nýtur stuðnings Listasumars

 

Hvenær
23. - 24. júlí
Klukkan
16:00-17:00
Hvar
Rósenborg, Skólastígur, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald - Skráning nauðsynleg
Nánari upplýsingar

Skráning: reynirguitarist@gmail.com

Takmakaður fjöldi