Til baka

Flammeus unplugged á Akureyri Backpackers

Flammeus unplugged á Akureyri Backpackers

Öll laugardagskvöld í júlí ætlar Akureyrski lagahöfundurinn Flammeus (Tumi Hrannar Pálmason) að mæta að kvöldi til á Backpackers og leika á gítar og syngja sína eigin tónlist, og að öllum líkindum örfáar ábreiður inn á milli, frá tónlistarfólki sem hefur haft hvað mest áhrif á listamanninn. Hér gefst tækifæri á innsýn í hugarheim og listsköpun eins þeirra ungu tónlistarmanna á Akureyri sem hafa staðið að gróskunni í Akureyrsku tónlistarlífi síðustu ár. Hér er ekki um að ræða miklar flækingar á málum, bara notalega stemningu undir fögrum tónum á Akureyrskum bar.

Hvenær
laugardagur, júlí 11
Klukkan
21:00-22:00
Hvar
Akureyri Backpackers, Hafnarstræti, Akureyri
Nánari upplýsingar

Viðburðurinn á Facebook