Til baka

Fljótsbakki-Vað

Fljótsbakki-Vað

Ferðafélag Akureyrar

Fljótsbakki-Vað

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ingvar Teitsson
Ekið að Fljótsbakka í Þingeyjarsveit og gengið þaðan austan Skjálfandafljóts um Svarthamarsskóg og eyðibýlin Glaumbæjarsel og Fosssel. Hér er mjög áhugaverð saga við hvert fótmál og gróðursælt umhverfi, ekki síst í Fossselsskógi. Síðan er gengið vestur með Skuldaþingseyjarkvísl þar sem Ullarfoss steypist niður í Skipapoll. Að lokum er gengið að Vaði í Þingeyjarsveit þar sem bílarnir bíða. Selflytja þarf bíla milli Vaðs og Fljótsbakka.
Vegalengd 12 km. Gönguhækkun um 50 m.
Verð: 3.000/4.500. Innifalið: Fararstjórn.

Hvenær
laugardagur, ágúst 26
Klukkan
08:00-16:00
Hvar
Strandgata 23, Akureyri
Verð
3.000 kr. / 4.500 kr.