Til baka

Flóamarkaður

Flóamarkaður

Laugardaginn 1. apríl verður flóamarkaður á Amtsbókasafninu!

Stellið hennar ömmu, fermingarfötin, leikföng, púsl og sitt hvað sem leynist í geymslunni. Nei, þetta er ekki aprílgabb.

 

Þau sem vilja kaupa semja við hvern seljanda fyrir sig. Þau sem selja halda sjálf utan um sína sölu og standa vaktina.

 

Hver seljandi fær eitt borð til umráða, 90x90 cm. Seljendur bóka borð með því að senda póst á hronnb@amtsbok.is. 13 borð verða á staðnum.

 

Markaðurinn stendur yfir frá kl. 12-15.

Hvenær
laugardagur, apríl 1
Klukkan
12:00-15:00
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugata, Akureyri