Til baka

Foreldramorgnar alla þriðjudaga á Amtsbókasafninu

Foreldramorgnar alla þriðjudaga á Amtsbókasafninu

Foreldramorgun - öll velkomin.
Foreldramorgnar eru alla þriðjudaga í barnadeildinni frá klukkan 10-12. Heitt er á könnunni og öll velkomin!
 
Markmið með foreldramorgnum er að gefa foreldrum tækifæri til þess að hitta foreldra í sömu stöðu, kynnast nýju fólki og fræðast með jafningjarfræðslu.
Einnig fá börnin tækifæri til þess að hitta önnur börn og leika saman.
 
Annan hvern þriðjudag í vetur kemur Helga Sif frá Memmm Akureyri til okkar og þá bjóðum við upp á meira starf svo sem söngstund, sögustund, förum í skynjunarleiki og fleira skemmtilegt sem okkur dettur í hug.
 
Fyrsti Memmm morguninn verður 23. september.
 
Endilega komið í hópinn okkar: https://www.facebook.com/groups/1743874325997142
 
* Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.
Hvenær
þriðjudagur, september 16
Klukkan
10:00-12:00
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri