Foreldramorgnar alla þriðjudaga á Amtsbókasafninu
Notaleg stund fyrir börn og foreldra
Í dag ætlum við að sulla!
Endilega komið með auka föt til öryggis.
Opni Leikskólinn Memmm á Akureyri ætla að vera með okkur á foreldramorgnum annan hvern þriðjudag í vetur.
Opni leikskólinn Memmm hefur verið starfandi á höfuðborgarsvæðinu síðustu 3 árin og ætla nú að prófa að vera á Akureyri í samstarfi við Amtsbókasafnið með styrk frá Lýðheilsusjóði Embætti Landlæknis. Helga Sif heldur utan um Memmm á Akureyri en hún er sjálfstætt starfandi iðjuþjálfi.
Memmm býður fjölskyldum upp á að koma saman í öruggt og fjölskylduvænt umhverfi þar sem börn geta leikið sér, eflt félags þroska sinn og tengst jafningjum. Opni leikskólinn leggur sérstaka áherslu á að styðja foreldra í nýju hlutverki sínu og stuðla að sterkri tengslamyndun barna í skemmtilegu og afslappandi umhverfi.
Við munum skapa öruggt umhverfi í barnadeildinni þar sem við verðum með ýmis leikföng fyrir yngstu kynslóðina og bókasafnið býður upp á kaffi fyrir þá eldri. Einnig verðum við með söngstund þar sem þeir sem vilja geta tekið þátt. Opni leikskólinn er opinn fyrir alla með ungbörn sem vilja koma og eiga skemmtilega stund t.d. foreldrar, ömmur/afar, frænkur/frændar, aupair og dagmömmur.
Börn eru á ábyrgð forráðamanna.
Memmm morgnarnir eru styrktir af Lýðheilsusjóði Embætti Landlæknis
* Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.