Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Halldóra Bjarney Skúladóttir
Ekið fram Bárðardal að austan, niður hjá Stórutungu, að bílastæði við Aldeyjarfoss þar sem bílum er lagt. Gengið upp gamlan árfarveg í stórbrotnu umhverfi. Farið framhjá sigkötlum og klettamyndum þar sem þarf smá lipurð og liðleika. Gengið áfram suður með Skjálfandafljóti að Ingvararfossum og gengið meðfram fljótinu að Aldeyjarfossi. Ef veður og tími leyfir er hægt að ganga/aka að Hrafnabjargafossum. Fremur auðveld og stutt ganga sem tekur um 2 klst. Óveruleg gönguhækkun.
Verð: 2.500/4.000. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.