Til baka

Föstudagskaffi í Listagilinu

Föstudagskaffi í Listagilinu

Hittumst og spjöllum saman á Ketilkaffi.

Komdu í föstudagskaffi á kaffihúsinu Ketilkaffi í Listasafninu á Akureyri. Tilvalið tækifæri til að hittast og spjalla saman. Þetta getur verið hugmyndavettvangur eða bara hugguleg gleðistund á föstudagseftirmiðdögum fyrir alla sem hafa áhuga. Hittumst kl. 16 og Ketilkaffi er með alls konar tilboð og opið fram eftir kvöldi. Verið velkomin.

Hvenær
föstudagur, apríl 7
Klukkan
16:00-18:00
Hvar
Ketilkaffi, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald