Til baka

Fræðslu/foreldramorgunn með Sonju talmeinafræðingi

Fræðslu/foreldramorgunn með Sonju talmeinafræðingi

Sonja Magnúsdóttir talmeinafræðingur kemur og fræðir okkur um fæðuinntöku barna og veikleika á munnsvæði.
Fyrsti fræðslu/foreldramorgunninn okkar verður þriðjudaginn 31. janúar klukkan 10.
Sonja Magnúsdóttir talmeinafræðingur ætlar að koma til okkar en hún hefur sérhæft sig í fæðuinntöku barna og veikleikum á munnsvæði barna og fullorðinna og undirliggjandi ástæðum þeirra, þar með talið á vara- og tunguhöftum og puttasogi.
• Eru erfiðleikar með brjóstagjöf?
• Eru erfiðleikar í fæðuinntöku ung- og smábarna?
• Er grunur um tungu- og varahaft?
• Er grunur um veikleika á munnsvæði hjá barni eða fullorðnum?
• Er búið að prófa allar mögulegar leiðir til að fá barn til að hætta að sjúga puttan?
Þá getur Sonja hjálpað ykkur. Sonja heldur úti heimasíðunni maturogmunnur.is og facebook síðu undir sama nafni, þar er hafsjór af fróðleik og auðvelt að hafa samband við Sonju ef spurningar vakna.
Kósy spjall um þessa þætti og heitt á könnunni.
Öll velkomin.
 
*Fræðslumorgunn Amtsbókasafnsins er styrktur af Norðurorku!
Hvenær
þriðjudagur, janúar 31
Klukkan
10:00-12:00
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugata, Akureyri