Fræðslu/foreldramorgunn - slys og veikindi ungbarna framhald
Foreldrafræðsla um slys og veikindi ungbarna - framhald.
Öll velkomin!
Málfríður Stefanía Þórðardóttir ljósmóðir og leiðbeinandi í skyndihjálp RKÍ verður með framhald af fræðslunni frá því 12. mars um slys og veikindi ungbarna.
Málfríður hefur sérhæft sig í námskeiðum um slys og veikindi barna, yngri en eins árs.
Fræðslan fer fram á kaffiteríu safnsins og hefst klukkan 10.
Öll velkomin!
Heitt á könnunni.
*Foreldrafræðslumorgnar eru styrktir af Norðurorku.