Til baka

Fræðslumorgun - Skaðleg efni í umhverfi barna

Fræðslumorgun - Skaðleg efni í umhverfi barna

Fræðsla um skaðleg efni í umhverfi barna.
Þekkir þú efnin í umhverfinu og hvaða áhrif þau geta haft á heilsu barna?
Í erindinu fer Kristín Helga yfir helstu skaðlegu efnin í umhverfi barna, hvar þau geta leynst og gefur góð ráð til að draga úr efnaáreiti á börn. Lögð er áhersla á einfaldar og valdeflandi leiðir til að takast á við efnasúpuna í kringum okkur.
Erindið byggir á efni sem unnið var í samstarfi við SSNE og Loftum fræðsluverkefni fyrir sveitarfélög. Kristín Helga er menntaður alþjóðafræðingur frá Árósaháskóla, með áherslu á samspil mannréttinda og umhverfismála, móðir tveggja drengja og hefur starfað við miðlun og verkefnastjórn umhverfismála um árabil.
*Fræðslumorgnar eru styrktir af Norðurorku.
„Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.“
Hvenær
þriðjudagur, maí 7
Klukkan
10:00-12:00
Hvar
Amtsbókasafnið, Brekkugata, Akureyri