Til baka

Fræðslumorgunn með Anítu - Jákvæður agi

Fræðslumorgunn með Anítu - Jákvæður agi

Aníta kemur til okkar og fræðir okkur um uppeldisstefnuna Jákvæður agi
Aníta Jónsdóttir ætlar að koma til okkar og fræða okkur um uppeldisstefnuna Jákvæður agi.
Uppeldisstefnan Jákvæður agi byggir á sjálfsstjórnarkenningum, sem fela í sér að horft er á orsakir hegðunar fremur en t.d. að reyna að breyta hegðuninni með umbun og refsingu eins og lengi hefur tíðkast.
Jákvæður agi gengur út á að móta umhverfi í skólum, heimilum og vinnustöðum sem einkennist af umhyggju og byggist á gagnkvæmri virðingu, reisn, vinsemd og festu.
Aníta hefur lokið réttindanámi á vegum Positive Discipline Association og hlotið viðurkenningu sem „Certified Positve Discipline Trainer“:
 
Öll velkomin 🙂 Hlökkum til að sjá ykkur.
 
*Fræðslumorgnar eru styrktir af Norðurorku
Hvenær
þriðjudagur, apríl 18
Klukkan
10:00-12:00
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugata, Akureyri