Til baka

Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri 2023

Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri 2023

Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri verður haldin í febrúar árið 2023 með bíósýningum á nokkrum vel völdum stöðum.

Athugið að enginn aðgangseyrir er á sýningar hátíðarinnar. Sýningar í Sambíóunum þarf að sækja um miða en aðrar sýningar er nóg að mæta á staðinn.

Dagskrá Frönsku kvikmyndahátíðarinnar á Akureyri 2023

*Birt með fyrirvara um breytingar.

 

8. febrúar kl. 17 - Sambíóin Akureyri
Grand Marin / Sjókonan
Sýningu lokið

 

14. febrúar kl. 16.30 - Amtsbókasafnið á Akureyri
Calamity

Sýningu lokið

 

15. febrúar kl. 17 - Sambíóin Akureyri
Cuopez! / Final Cut!
Sýningu lokið

 

19. febrúar kl. 15 - Listasafnið á Akureyri
Les Invisibles / Invisibles
Engin skráning, bara mæta
Aðalhlutverk: Yann, Pierre, Bernard Romieu
Leikstjóri: Sébastien Lifshitz
Stikla HÉR
Viðburður á samfélagsmiðlum HÉR
Lengd: 115 mín.
Tungumál: Franska með enskum texta.

Ellefu karlar og konur sem ólust upp í Frakklandi á millistríðsárunum og eiga ekkert sameiginlegt annað en að vera samkynhneigð, segja frá reynslu sinni af forpokuðu samfélagi sem í rauninni hafnaði tilvist þeirra. Reynsla fólksins afhjúpar þau ljón sem urðu í veginum þegar það reyndi að lifa sínu eðlilega lífi. Sébastien Lifshitz, leikstjóri myndanna PRESQUE RIEN og WILD SIDE, opnar okkur sýn á líf samkynhneigðra á árum áður. Ástúðleg og hreinskilin frásögn.

Vínglas í boði fyrir gesti í boði sendiráði Frakklands á Íslandi.


Franska kvikmyndahátíðin er haldin í samstarfi við Bíó Paradís og skipulögð af sendiráði Frakklands á Íslandi, Alliance Francaise de Reykjavík, Institut Francais, Sambíóunum Akureyri og Akureyrarbæ.

Hvenær
8. - 19. febrúar
Hvar
Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir en skráning nauðsynleg á ákveðnar myndir
Nánari upplýsingar

Enginn aðgangseyrir á sýningar hátíðarinnar