Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri fer fram dagana 10.-15. febrúar í Sambíóunum á Akureyri, Amtsbókasafninu á Akureyri og á Listasafninu á Akureyri. Athugið að enginn aðgangseyrir er á sýningar hátíðarinnar. Fyrir sýningar í Sambíóunum þarf að skrá sig. Hægt er að komast inn í skráningarblaðið með því að smella á myndirnar hér að neðan en fyrir aðrar sýningar er nóg að mæta á staðinn.
*Birt með fyrirvara um breytingar.
The Richest Woman In The World - franskt tal og íslenskur texti
Þriðjudaginn 10. febrúar kl. 17.30 – Sambíóin Akureyri
Ókeypis inn en nauðsynlegt að skrá sig HÉR *takmarkaður sætafjöldi
Innblásin af hneykslismáli L’Oréal-arftakans, fjallar myndin um snyrtivörudrottninginuna Marianne Farrère (Isabelle Huppert) sem hleypir heillandi ljósmyndara inn í líf sitt. Dásamleg vinátta tekur háhælaðan svikadans, þar sem jafnvel ríkasta kona heims getur misst jafnvægið.
Myndin er eftir Thierry Klifa.
Sjá stiklu úr myndinni HÉR.
The Great Arch - franskt tal og íslenskur texti
Miðvikudaginn 11. febrúar kl. 17.00 – Sambíóin Akureyri
Ókeypis inn en nauðsynlegt að skrá sig HÉR *takmarkaður sætafjöldi
Hér er á ferðinni saga um arkitekt sem barðist gegn kerfinu til að koma sýn sinni í framkvæmd á stórvirki rétt utan við París. Ómissandi drama með dönsku stórleikurunum Claes Bang og Sidse Babett Knudsen og kanadíska leikstjóra/leikaranum Xavier Dolan í aðalhlutverkum.
Myndin er eftir Stéphane Demoustier
Sjá stiklu úr myndinni HÉR.
La Haine - franskt tal og íslenskur texti
Fimmtudaginn 12. febrúar kl. 17.00 – Sambíóin Akureyri
Ókeypis inn en nauðsynlegt að skrá sig HÉR *takmarkaður sætafjöldi
Spennuþrunginn sólarhringur í lífi þriggja ungra manna í frönsku úthverfunum daginn eftir óeirðir.
La Haine er sannkölluð nútímaklassík sem verður sýnd á Frönsku kvikmyndahátíðinni 2026.
Myndin er eftir Mathieu Kassovitz
Sjá stiklu úr myndinni HÉR.

Maya, Give ME A Title - franskt tal og íslenskur texti
Laugardaginn 14. febrúar kl. 13.00 – Amtsbókasafnið á Akureyri
Maya og pabbi hennar, Michel Gondry, búa í tveimur ólíkum löndum. Á hverju kvöldi spyr hann hana: „Maya, gefðu mér titil.“ Svar hennar er grunnur að mörgum stuttum hreyfimyndum þar sem Maya er hetjan. Niðurstaðan er ljóðræn og skemmtileg saga sem býður áhorfendum á að dreyma og nýta ímyndunaraflið.
Myndin er eftir Michel Gondry.
Sjá stiklu úr myndinni HÉR.

Souleymane´s Story - franskt tal og íslenskur texti
Sunnudaginn 15. febrúar kl. 17.00 – Listasafnið á Akureyri
Matarsendingahjólreiðamaður í París og hælisleitandi að nafni Souleymane hefur tvo daga til að undirbúa frásögn sína fyrir úrslitaviðtal sem ræður því hvort hann fær löglega búsetu í Frakklandi. Souleymane´s Story var val menntaskólanema á Frönsku Kvikmyndahátíðinni í ár.
Myndin er eftir Boris Lojkine.
Sjá stiklu úr myndinni HÉR.
Franska kvikmyndahátíðin er haldin í samstarfi við Bíó Paradís, Myndform og Sambíóin. Skipulögð af sendiráði Frakklands á Íslandi, Alliance Francaise de Reykjavík, Institut Français og Akureyrarbæ.