Til baka

Frí bíósýning á verðlaunamyndina Portrait of a lady on Fire

Frí bíósýning á verðlaunamyndina Portrait of a lady on Fire

Bíó Paradís og Sambíóin Akureyri bjóða í bíó í tilefni af Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra
Kvikmyndin Portrait of a Lady on Fire
Hin unga listakona Marianne er ráðin í verkefni að mála portrett af Héloïse, tilvonandi brúði ríkrar fjölskyldu, sem hefur ítrekað neitað að sitja fyrir því hún neitar að giftast manninum sem til stendur að binda hana við. Marianne dulbýr sig sem vinnukonu til að ávinna sér traust hennar en ekki líður á löngu þar til hún verður ástfangin af fyrirsætunni.
Myndin keppti um Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni Cannes 2019 þar sem hún hreppti Queer Palm verðlaunin en um er að ræða fyrstu kvikmyndina sem leikstýrð er af konu sem hlýtur þau verðlaun. Einnig hlaut Celine Sciamma verðlaun fyrir besta handritið á hátíðinni.
Myndin verður sýnd á frönsku með íslenskum texta.
Ekki við hæfi yngri en 12 ára.
Aðalhlutverk: Noémie Merlant, Adèle Haenel, Luàna Bajrami
Leikstjóri: Céline Sciamma
Lengd: 119 mín.
Ókeypis er á sýninguna en nauðsynlegt er að skrá sig fyrir miðum á þessum link: https://www.visitakureyri.is/.../skraning-fyrir-biomida...
 
UPPLÝSINGAR
Staðsetning: Sambíóin á Akureyri
Dagsetning: 18.06.25
Tími: 20.00
Myndin er sýnd á frönsku með íslenskum texta
Sýningin er í boði Bíó Paradís og Sambíó Akureyri
Heildar yfirlit yfir viðburði og allar nánari upplýsingar um Hinsegin hátíðina á Norðurlandi eystra má finna á síðunni www.hinseginhatid.is
Hvenær
miðvikudagur, júní 18
Klukkan
20:00
Hvar
Sambíóin Akureyri, Ráðhústorg, Akureyri
Verð
ókeypis