Við ætlum að hittast við Samkomuhúsið (gamla leikhúsið) þar sem hægt er að kaupa rafkerti fyrir gönguna.
Við göngum frá Samkomuhúsinu klukkan 18:00 og endum á Ráðhústorgi.
Ræðumaður Kristín S. Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður Vonarbrúar.
Söngur Sigríður Íva Þórarinnsdóttir og Ösp Eldjárn.
Komum saman, sýnum samstöðu með friði og njótum stundarinnar.