Til baka

Friðarvaka

Friðarvaka

Kl. 22.00-00.00 - Taktu þátt og leggðu þitt af mörkum.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins við Eyjafjörð selja kerti fyrir Friðarvökuna. Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju segir nokkur orð kl. 22.15 og Karlakór Akureyrar Geysir syngur svo nokkur lög. Skátafélagið Klakkur sé um tendrun kertanna.

Allt andvirði seldra kerta rennur til tveggja af verkefnum deildarinnar. Annars vegar stuðnings við flóttafólk og hins vegar Frú Ragnheiðar. Gestir Akureyrarvöku eru hvattir til að taka sjálfboðaliðana tali og fræðast um verkefni Rauða krossins við Eyjafjörð. 

Kertin verða seld á Rökkurró í Lystigarðinum á föstudagskvöldinu og á Ráðhústorgi á laugardag og við kirkjutröppurnar um kvöldið.


Viðburðurinn er styrktur af Landsbankanum og er hluti af Akureyrarvöku.

Hvenær
laugardagur, ágúst 27
Klukkan
22:00-00:00
Hvar
Kirkjutröppur Akureyrarkirkju
Verð
Enginn aðgangseyrir