Til baka

Furðufuglar og fiskar í glugga

Furðufuglar og fiskar í glugga

Nemendur frá leikskólanum Kiðagil sýna vatnslitamyndir af furðufuglum og fiskum í gluggunum á Pennanum/Eymundsson

Listasýningin er unnin af tveimur elstu árgöngum á Kiðagili. Nemendurnir eru fæddir 2015-2016. Unnið var með vatnsliti og tússpenna. Nemendur kynntu sér fugla og fiska og létu síðan hugarflugið ráða í eigin sköpun á fuglum og fiskum. Vinnuferlið var þannig að málað var fyrst með vatnslitum og síðan voru fuglar eða fiskar teiknaðir með tússpenna.

Útkoman er Furðufuglar og fiskar sem sýndir eru í gluggunum á Pennanum/Eymundsson.


Verkefnið nýtur stuðnings Akureyrarbæjar og er hluti af Barnamenningarhátíð.

Hvenær
6. apríl - 31. maí
Hvar
Penninn Eymundsson Akureyri, Hafnarstræti, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir