Til baka

Fyrstu Sporin

Fyrstu Sporin

Tveggja daga listasmiðja fyrir 8 -12 ára með Jónu Bergdal og Ólafi Sveinssyni

Listamennirnir Jóna Bergdal og Ólafur Sveinsson í samstarfi ætla að halda námskeiðið Fyrstu sporin, fyrir börn í sumar. Um verður að ræða stutt og hnitmiðuð námskeið þar sem börnin fá að kynnast ólíkri sköpun í gegnum vatnslitun og tréútskurð (tálgun).

Um er að ræða tveggja daga námskeið 3 tímar í senn, það eru tvö námskeið í boði eitt í júlí og eitt í ágúst. Markmiðið er að kynna og veita innsýn í tvær ólíkar leiðir til sköpunar og kenna undirstöðuatriði. Börnin verða hvött til að nýta eigin hugmyndir og hugmyndaflug. Boðið verður uppá allt efni og kaffitími innifalin. Börnin fara heim með myndir og þá gripi sem búnir verða til til eignar.

Námskeiðið er 8 og 9 júlí kl. 09:00-12:00
Fyrir börn frá 8-12 ára

*Listasmiðjan hlaut styrk frá Akureyrarbæ

*Listasmiðjan er hluti af Listasumri

Sjá námskeiðið á facebook HÉR

 

Hvenær
8. - 9. júlí
Klukkan
09:00-12:00
Hvar
Kaupvangsstræti 4, Akureyri
Verð
5.500 kr.
Nánari upplýsingar

FULLT ER Á NÁMSKEIÐIÐ