Til baka

GDRN

GDRN

Tónleikar
Vart þarf að kynna landsmenn fyrir Guðrúnu Ýri Eyfjörð sem stimplaði sig inn í íslenska tónlistarsenu undir listamannsnafninu GDRN með plötunni 'Hvað Ef' árið 2018. Síðan þá hefur hún sungið sig inn í hjörtu landsmanna með frumlegri tónlist og einstakri sviðsframkomu. Á Íslensku tónlistarverðlaununum 2019 hlaut Guðrún fern verðlaun, þar á meðal fyrir popp-plötu ársins, lag ársins og sem söngkona ársins.
Í febrúar gaf GDRN út samnnefnda plötu sem var unnin með þeim Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni, Arnari Inga Ingasyni og fjöldanum öllum af hæfileikaríkum listamönnum. Platan verður flutt í heild sinni á tónleikunum ásamt breiðu úrvali af áður útgefinni tónlist. Þetta er viðburður sem enginn má láta framhjá sér fara.
Hljómsveitina skipa: Bergur Einar Dagbjartsson, Magnús Jóhann Ragnarsson, Arnar Ingi Ingason & Rögnvaldur Borgþórsson.
Hvenær
föstudagur, nóvember 6
Klukkan
21:00-23:00
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Nánari upplýsingar