Til baka

Gengið á slóðir setuliðsins á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit

Gengið á slóðir setuliðsins á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit

Ferðafélag Akureyrar

Gengið á slóðir setuliðsins á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit

Brottför kl. 13 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Brynjar Karl Óttarsson
Hópur áhugafólks um verndun stríðsminja í Eyjafirði hefur um nokkurt skeið rannsakað athafnasvæði setuliðsins í Eyjafirði. Ýmsir áhugaverðir gripir hafa litið dagsins ljós sem varpa ljósi á daglegt líf og störf hermanna á stríðsárunum. Nýlegar uppgötvanir á Melgerðismelum hafa fangað athygli fjölskyldu í Arkansas í Bandaríkjunum. John Kassos, bandarískur flugmaður sem dvaldist á Melunum sumarið 1942, fórst þegar orrustuvél hans af gerðinni P-39 Airacobra hrapaði í Rauðhúsahólum. Brynjar Karl Óttarsson mun ganga með áhugasömum á slóðir flugmannsins unga á Kassos Field. Braggagrunnar verða skoðaðir og staðurinn þar sem John brotlenti vél sinni með fyrrgreindum afleiðingum. Ef tími gefst til verður komið við á Hrafnagili þar sem setuliðið starfrækti herspítala.
Verð: 2.500/4.000. Innifalið: Fararstjórn og leiðsögn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Hvenær
laugardagur, september 21
Klukkan
13:00-18:00
Hvar
Strandgata 23, Akureyri
Verð
2.500/4.000