Til baka

Gervigreind á mannamáli | Erindi og spjall

Gervigreind á mannamáli | Erindi og spjall

Opið erindi fyrir almenning þar sem við förum yfir gervigreind án tækni slangurs
--Hvað er þetta?
Opið erindi fyrir almenning þar sem við förum yfir gervigreind án tækni slangurs. Þetta er ekki bara fyrirlestur um tæknina, heldur líka sýnikennsla á því hvernig hún virkar, hvar hún bregst, og hvernig hægt er að nýta hana af skynsemi.
 
--Um Magnús Smára Smárason
Magnús er verkefnastjóri gervigreindar hjá Háskólanum á Akureyri þar sem hann leiðir stefnumótun og innleiðingu á ábyrgri notkun tækninnar. Hann leiddi vinnu við fyrstu heildstæðu gervigreindar stefnu íslensks háskóla og hefur byggt upp kerfi eins og Gjöll.is fyrir brunavarnir og í samstarfi við Dr. Tom Barry Arctic Tracker fyrir rannsókn á verndar úrræðum fyrir dýrategundir á norðurslóðum.
Áður en Magnús snerist til tækninnar starfaði hann í 16 ár sem sjúkraflutningamaður og slökkviliðsmaður. Sú reynsla mótar nálgun hans: einblína á það sem virkar í raunveruleikanum, ekki bara á pappír.
Hann stýrir hlaðvarpinu "Temjum tæknina" og hefur flutt fjölda námskeiða og erinda um tæknina. Skoða má verkefni hans og fleira á vefsíðunni hans www.Smarason.is
Hvenær
miðvikudagur, febrúar 4
Klukkan
17:00-19:00
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald