Til baka

Gjafabréfasmiðja

Gjafabréfasmiðja

Skemmtilega smiðja fyrir alla fjölskylduna
Hvernig væri að gefa umhverfisvæna jólagjöf sem þarf ekki að kosta krónu?
Í tilefni evrópsku nýtnivikunnar blásum við til gjafabréfasmiðju þar sem þátttakendur eru hvattir til þess að gefa upplifun eða góðverk.
 
Listakonan Jonna stýrir smiðjunni og kennir hvernig megi búa til skrautleg og skemmtilega gjafabréf úr endurunnum efnivið.
 
Hægt er að gefa hvað sem er með þessum gjafabréfum, til dæmis:
- Gönguferð
- Norðurljósaskoðun með heitu kakói
- Pössun
- Matarboð
- Þrif
- Sundferð og ís
- Spilakvöld
- Snjómokstur
- Veiðiferð
- Heimsókn á bókasafnið
 
Gjafabréfasmiðjan verður síðan aðgengileg fram að jólum og við hvetjum sem flesta til að gefa upplifun eða góðverk í jólagjöf.
Hvenær
miðvikudagur, nóvember 22
Klukkan
17:00-18:00
Hvar
Amtsbókasafnið, Brekkugata, Akureyri