Til baka

Goðafoss, Laufás & Jólahúsið

Goðafoss, Laufás & Jólahúsið

Rútu- og gönguferð með leiðsögn á vegum Traveling Viking

Goðafoss þarf vart að kynna en hann liggur í Skjálfandafljóti, einni lengstu jökulsá landsins. Margir aðrir fossar eru í fljótinu og má nefna Ullarfoss, Barnafoss, Hrafnabjargarfoss og Aldeyjarfoss. Goðafoss er þekktur úr Íslandssögunni en í hann á Þorgeir Ljósvetningagoði að hafa hent styttum sínum af Goðunum úr Ásatrúnni, er hann skipti um trú við kristnitökuna á Alþingi árið 1000. Aðgengi að fossinum er mjög gott og auðvelt að ganga um og skoða hann báðu megin árgilsins.

Laufás í Eyjafirði er einn af stóru torfbæjunum sem enn standa uppi og er haldið vel við. Við heimsækjum Laufás og göngum um bæinn með leiðsögn en þið fáið líka tíma til að njóta þess að skoða hann vel upp á eigin spýtur. Staðurinn sjálfur á sögu allt aftur að landnámi en burstabærinn sem nú stendur þar var byggður 1860 – 1877. Búið var í torfbænum allt til 1936. Kirkjan á Laufási var byggð 1865 en í henni er forn predikunarstóll sem talið er að sé síðan 1698. 

Jólagarðurinn er opinn allt árið. Jólagarðurinn er að Hrafnagili í Eyjafarðarsveit en á leið okkar þangað fáum við að heyra um Álfkonuna í Grásteini og samskiptum hennar við nágranna sinn að Ytri-Tjörnum, við fræðumst um Helga Magra og konu hans Þórunni Hyrnu er námu allt þetta fallega landssvæði. Við heyrum líka um dóttir þeirra er fæddist hér í Eyjafirði og hlaut nafnið Þorbjörg Hólmasól. Póstkassar á leiðinni vekja athygli okkar sem og svo margt annað. Við skoðum ýmislegt í þessari ferð, allt frá fossum, húsum og fjöllum, og  fræðumst um fossa, hús, mannlíf, Jólaveina, Tröll, brjóst og álfkonur svo eitthvað sé nefnt. 

Við endum ferðina á Akureyri með stuttri útsýnisferð um bæinn fagra við Pollinn.

Hvenær
sunnudagur, júní 20
Klukkan
11:00-16:00
Hvar
Hof, Strandgata, Akureyri
Verð
11.000 kr
Nánari upplýsingar