Til baka

Gömlu tréhúsin og gullinsnið.

Gömlu tréhúsin og gullinsnið.

Árni Árnason býður upp á stutta leiðsögn um húsið Sigurhæðir.

Snemmsumars 1903 hefur húsið komið tilsniðið frá sögunarmillu í Noregi, er sett saman af timburmeistara um sumarið, en Guðrún og Matthías flytja inn í lok september sama ár ásamt fólki sínu. Húsið er í brekkunni ofar Torfunesbryggju, síðar kallað Sigurhæðir.
Árni Árnason arkítekt býður laugardag 14. sept kl 13-13.30 upp á leiðsögn um húsið Sigurhæðir þar sem hann fjallar í stuttu máli um gömlu timburhúsin, gullinsnið, vellíðan, fegurð og samræmi í byggingum og hýbýlum.
Leiðsögnin fer fram á íslensku og sýndar verða myndir á skjá.
Enginn aðgangseyrir.

Hvenær
laugardagur, september 14
Klukkan
13:00-13:30
Hvar
Flóra culture house - concept show - studios - shop, Akureyri