Til baka

Gospelraddir ásamt Óskari Einars

Gospelraddir ásamt Óskari Einars

Hinn vinsæli sönghópur, Gospelraddir, mun halda tónleika í Glerárkirkju laugardaginn 7. mars kl.20.00.

Sönghópurinn Gospelraddir hafa undanfarin ár tekið þátt í stórum verkefnum á borð við jólatónleika Eyþórs Inga og Jóhönnu Guðrúnar, Heima um jólin og Norðurljós svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur sönghópurinn einnig haldið eigin tónleika og fengið þekkt tónlistarfólk til liðs við sig.

Að þessu sinni verður enginn annar en píanóleikarinn, kórstjórinn og gospelmeistarinn sjálfur, Óskar Einarsson með Gospelröddunum.

Gestasöngvari verður okkar ástsæli Ívar Helgason

Hljóð- og ljósameistari: Benni Sveinsson

Meðlimir Gospelradda:
- Helga Hrönn Óladóttir, stjórnandi
- Guðný Rut Gunnlaugsdóttir
- Guðrún Arngrímsdóttir
- Guðrún Linda Guðmundsdóttir
- Jóna Björg Árnadóttir
- Jón Ágúst Eyjólfsson
- Kamilla Ósk Heimisdóttir
- Linda Björk Óladóttir
- Maja Eir Kristinsdóttir
- Selma Rut Guðmundsdóttir
- Sindri Snær Konráðsson Thorsen
- Svava Hrund Friðriksdóttir

Hvenær
laugardagur, mars 7
Klukkan
20:00-22:00
Hvar
Glerárkirkja, Hlíðarbraut, Akureyri
Nánari upplýsingar

Miðasala á www.tix.is
Verð: 3.500 kr