Til baka

Grímur - útgáfuhóf

Grímur - útgáfuhóf

Kl. 16.15-18.15 - Eilítið teiti í tilefni af útgáfu smásagnasafnsins Grímur eftir Stefán Þór Sæmundsson. Opið hús og upplestur í Grænumýri 9.

Innfæddir Akureyringar gefa ekki út bók á hverjum degi en nú hefur Stefán Þór Sæmundsson sent frá sér smásagnasafnið Grímur, öðrum þræði í tilefni af væntanlegu 60 ára afmæli sínu og 160 ára kaupstaðarafmæli heimabæjarins.

Þau hjónin, Stefán og Rannveig, opna dyrnar að heimili sínu Grænumýri 9 síðdegis á föstudaginn og geta gestir litið inn til að spjalla, þiggja léttar veitingar, skoða málverk og hlýða á upplestur. Að sjálfsögðu verður höfundur með pennann á lofti ef fólk vill kaupa áritað eintak. Í ljósi sögunnar er gaman frá því að segja að húsið var byggt sem matvöruverslun KEA á sínum tíma og þjónaði því hlutverki í aldarfjórðung eða svo.

Ef veður leyfir er ráðgert að upplestur verði úti á lóð kl. 17 og aftur kl. 18 en annars er dagskráin afar frjáls. 


Viðburðurinn er hluti af Akureyrarvöku.

Hvenær
föstudagur, ágúst 26
Klukkan
16:15-18:15
Hvar
Grænamýri 9, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir
Nánari upplýsingar

Benda má á bílastæði við Kaupang og Icelandair hótel.